Hákon Daði og Leonharð fá afreksstyrki vegna EM U20
Hákon Daði Styrmisson og Leonharð Þ. Harðarson handknattleiksmenn Haukum tóku þátt í Evrópumeistaramóti U20 í Danmörku dagana 26. júlí – 7. ágúst 2016. Fyrsti leikur Íslands var 28. júlí við Rússland og bar Ísland sigur af þeim 32:31. 29. júlí spilaði Ísland við Slóveníu og sigraði 31:30. 31. júlí lék Ísland við Spán og gerðu liðin jafntefli 28:28, tók hvort lið um sig eitt stig með sér í milliriðla úr þeim leik. 2. ágúst lék Ísland í milliriðli á móti Póllandi og sigraði 36:24. 3. ágúst spilaði Ísland á móti Frakklandi og tapaði 31:38. 5. ágúst léku Ísland og Danmörk og tapaði Ísland í þeim leik 28:34. 7. ágúst lék Ísland síðasta leik sinn við Pólland og sigraði 38:33. Íslenska liðið endaði í 7. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti Hákoni Daða og Leonharð afreksstyrki til þátttöku á mótinu að upphæð kr. 60.000 á hvorn leikmann. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar Hákoni Daða, Leonharð og liðsfélögum þeirra til hamingju með glæsilegan árangur á mótinu. Myndin til vinstri er af Hákoni Daða og til hægri af Leonharð.