Gísli og Andri fá afreksstyrki vegna EM U-18

Andri Sigmarsson Scheving handknattleiksmaður Haukum og Gísli Þorgeir Kristjánsson handknattleiksmaður FH tóku þátt í Evrópukeppni U-18 karlaliða sem fór fram dagana 10. -21. ágúst 2016 í borginni Koprivnica í Króatíu. Ísland var í riðli með Króatíu, Svíþjóð og Tékklandi. 11. ágúst var fyrsti leikurinn við Króatíu og endaði hann með tapi 29:34. Annar leikurinn var á móti Svíþjóð 12. ágúst og vann íslenska liðið hann 29:32. Þriðji leikurinn var við Tékkland 14. ágúst og endaði hann með sigri Íslands 32:25. Íslenska liðið endaði í 2. sæti riðilsins og fór ásamt króatíska liðinu í milliriðil með Þjóðverjum og Serbum. Með þessum árangri náði íslenska liðið að komast í efri hluta mótsins, tryggði sér þátttökurétt á HM í Georgíu næsta sumar og sæti á EM 20 ára liða 2018. Í milliriðlinum lék Ísland 16. ágúst við Serbíu og tapaði 31:36. 17. ágúst fór fram leikur Þýskalands og Íslands sem endaði með sigri Þjóðverja 20:35. Eftir þessa tvo leiki var ljóst að íslenska liðið spilaði um 5.-8. sæti á mótinu. 19. ágúst tapaði Ísland á móti Dönum 28:33. Í síðasta leiknum sem var við Serba sigraði íslenska liðið 32:30. Liðið endaði í 7. sæti á mótin sem er glæsilegur árangur. Gísli og Andri voru báðir atkvæðamiklir með liðinu og áttu stóran þátt í velgegni þess. Andri og Gísli fengu kr. 60.000 á einstakling í afreksstyrk fyrir þátttöku á mótinu frá Afreksmannasjóði Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar þeim til hamingju með glæsilegann árangur á mótinu. Myndin til vinstri með fréttinni er af Andra og til hægri af Gísla.