Nikita og Hanna Rún fá afreksstyrk vegna HM í latín dönsum

Hanna Rún Óladóttir og Nikita Bazev kepptu á heimsmeistaramótinu í latín dönsum fullorðinna í Chengdu í Kína 24. september sl. Enduð þau í 25. – 27. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrk til að taka þátt í verkefninu að upphæð kr. 150.000 hvoru. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar þeim til hamingju með árangurinn og vonar að ferðin hafi verið hvatning til að gera enn betur í framtíðinni.