Formannafundur ÍBH á Sörlastöðum
Formannafundur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar var haldinn laugardaginn 12. nóvember sl. í félagsheimili Hestamannafélagsins Sörla á Sörlastöðum. Fulltrúar frá 17 félögum af 19 innan ÍBH mættu á fundinn. Formaður ÍBH Hrafnkell Marinósson bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Framkvæmdastjóri ÍBH Elísabet Ólafsdóttir fór yfir drög að skýrslu stjórnar ÍBH 2015 og 2016. Fulltrúar frá aðildarfélögunum greindu frá stöðunni í sínu félagi. Milliþinganefnd um forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja er að störfum hjá ÍBH, formaður hennar Kristbjörn Óli Guðmundsson kynnti vinnu nefndarinnar. Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ kynnti vinnu að breytingum á reglum afrekssjóðs ÍSÍ. Ragnar Hilmarsson formaður laganefndar ÍBH sagði frá vinnu laganefndar ÍBH og kynnti helstu breytingar sem stefnt er að á lögum ÍBH. Fundinum lauk á hádegisverð og öðrum málum. Myndirnar með fréttinni eru af fulltrúum félaga og Andra sviðsstjóra ÍSÍ.