Nýjar reglur um niðurgreiðslur tóku gildi 1. nóv. sl.

Nýjar reglur um niðurgreiðslur / frístundastyrk í íþrótta- og tómstundastarf hjá Hafnarfjarðarbæ tóku gildi 1. nóvember sl. Helstu breytingar eru þær að verið er að hækka aldurinn um eitt ár með því að bæta við sautjánda árinu. Reglurnar gilda fyrir aldurinn 6-17 ára og er niðurgreiðslan kr. 3000 á mánuði fyrir hvert barn. Hægt verður að skipta niðurgreiðslunni niður á fleiri en eina grein í kerfinu við innskráningu. Unnið er að breytingu kerfisins. Reglurnar má sjá hér.