Meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Haukum fær afreksstyrk vegna EM félagsliða

Lið Knattspyrnufélagsins Hauka í handknattleik karla tók þátt í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða helgina 3. og 4. september sl. á móti gríska liðinu A.C. Diomidis Argous, báðir leikirnir fóru fram í Grikklandi. Fyrri leikurinn endaði 26:33 með sigri Hauka og seinni leikurinn fór 33:26 fyrir Haukum. Haukar dróust síðan á móti sænska liðnu Alingsas H.K. í 2. umferðinni. Leikið var á Ásvöllum 8. október sl. og endaði leikurinn með jafntefli 24 mörk gegn 24. Liðin léku 16. október sl. í Svíþjóð og endaði sá leikur með sigri heimamanna 31:27. Þátttöku Hauka í EHF bikarnum var þar með lokið. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti liðið um kr. 800.000 á umferð til þátttöku á mótinu, samtals kr. 1.600.000. Afreksmannasjóður ÍBH óskar liðinu til hamingju með árangurinn.