Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2016

Fer fram miðvikudaginn 28. desember í Íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst kl. 18.00.

Dagskrá:
Hátíðin sett kl. 18.00.

Íslandsmeistarar fá verðlaunapeninga afhenda, verða kallaðir upp eftir félögum.

Bikarmeistarar fá viðurkenningarplatta, fyrirliðar kallaðir upp.

Viðurkenningar vegna Norðurlandameistaratitla og annara stór afreka 2016. Íþróttamenn kallaðir upp.

Afhending ÍSÍ bikars. Fulltrúi félags kemur upp.

Úthlutun styrkja vegna íþróttastarfsins 16 ára og yngri samkvæmt samningi milli ÍBH - Rio Tinto Alcan og Hafnarfjarðarbæjar.

Viðurkenning til Íþróttaliðs ársins 2016. Fulltrúi liðsins kemur upp.

Afreksmenn tilnefndir í kjörið íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar. Koma upp og fá blóm. Í kjölfarið er íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar krýnd.

Veitingar.

Afhending afreksstyrkja til hópa sem urðu Íslands- og bikarmeistarar í efsta flokki.