Haukakonur fá styrk vegna EM félagsliða

Meistaraflokkur kvenna hjá handknattleiksdeild Hauka keppti í þriðju umferð Áskorendabikarsins í handknattleik 19. nóvember sl. við Jomi Salerno frá Ítalíu. Haukar unnu fyrri leikinn 23:19. Síðari leikur liðanna var leikinn daginn eftir og endaði hann einnig með sigri Hauka 27:22. Báðir leikirnir fóru fram í Salerno á Ítalíu. Afreksmannasjóður ÍBH styrki handknattleiksdeild Hauka um kr. 800.000 vegna þátttöku í verkefninu. Myndin sýnir meistaraflokk kvenna í handknattleik hjá Haukum.