Karlasveit Keilis fær styrk á EM golfklúbba í Portúgal
Golfklúbburinn Keilir sendi karlasveit á Evrópumót golfklúbba sem var haldið í Portúgal 2. nóvember sl. Keilir ávann sér þátttökurétt á mótinu eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar golfklúbba sl. sumar. Liðið skipuðu, Vikar Jónsson, Hennig Darri Þórðarson og Andri Páll Ásgeirssson. Liðsstjóri var Axel Bóasson. Sveitin endaði í 8. sæti á mótinu, tveimur höggum yfir pari, en 25 golfklúbbar úr Evrópu tóku þátt í mótinu. Sigurliðið lék fimmtán höggum undir pari. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti liðið um kr. 240.000 til þátttöku í mótinu. Myndin sýnir karlasveit Golklúbbsins Keilis.