Henning Darri fær styrk vegna EM U-18

Henning Darri Þórðarson kylfingur úr Golfklúbbnum Keili tók þátt í Evrópumóti piltalandsliða í golfi U-18  dagana 14. – 17. september sl. á Golf Mladá Boleslav vellinum rétt fyrir utan Prag í Tékklandi. Liðið lék í 2. deild Evrópumótsins og var skipað sex kylfingum. Henning Darri lék best allra í íslenskra liðinu á 75 höggum sem var þremur höggum yfir pari fyrri daginn. Íslenska liðið endaði í 3. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti Henning Darra styrk til þátttöku á mótinu að upphæð kr. 60.000.