Valdís Björk fær styrk vegna NM ungmenna í hestaíþróttum

Valdís Björk Guðmundsdóttir á Leistur fran Toftinge úr Hestamannafélaginu Sörla tók þátt í Norðurlandamóti í hestaíþróttum í ungmennaflokki í Biri í Noregi 8. – 14. ágúst sl. Í hestaíþróttum eru Norðurlandamót og heimsmeistaramót einu stórmótin sem keppt er í. Valdís Björk varð í 7. sæti í B úrslitum í tölti. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hana um kr. 60.000 til að taka þátt í verkefninu. Myndin sýnir Valdísi í keppni.