Sara Rós og Nicoló fá styrk vegna HM í standard dönsum

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicoló Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í heimsmeistaramótinu í standard dönsum  fullorðinna í Aarhus í Danmörku 12. nóvember sl. Náðu þau ágætum árangri á mótinu og lentu í 39. sæti. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þau um kr. 150.000 hvort til þátttöku í mótinu. Myndin sýnir Nicoló og Söru Rós í keppni.