Keiliskonur fá styrki vegna EM kvennalandsliða í golfi
Anna Sólveig Snorradóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Signý Arnórsdóttir allar úr Golfklúbbnum Keili tóku þátt í Evrópukeppni landsliða sem fór fram dagana 5. – 9. júlí sl. á Urriðavelli rétt fyrir utan Reykjavík. Mótið er það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi. Íslenska liðið endaði í 16. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim styrk til þátttöku í mótinu að upphæð kr. 150.000 á hverja. Fyrsta myndin sýnir Guðrúnu Brá, önnur Önnu Sólveigu og þriðja Signý.