Gísli fær styrk vegna EM karlalandsliða í golfi
Gísli Sveinbergsson kylfingur úr Golfklúbbnum Keili tók þátt í Evrópukeppni landsliða í 2. deild dagana 6. – 9. júlí sl. á Kikiyoka vellinum í Luxemburg. Liðið tryggði sér sæti í efstu deild á næsta ári og varð í 1. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti Gísla til þátttöku á mótinu um kr. 150.000. Myndin sýnir Gísla Sveinbergsson kylfing.