Rúnar og Gísli fá styrk vegna EM einstaklinga í golfi

Rúnar Arnórsson og Gísli Sveinbergsson báðir úr Golfklúbbnum Keili tóku þátt í Evrópumóti einstaklinga í Eistlandi 3. – 6. ágúst sl. Rúnar endaði í 44. sæti á mótinu og var eini íslenski keppandinn sem komst í gegnum niðurskuðinn á þessu móti, en alls tóku fimm Íslendingar þátt í því. Rúnar lék samtals á -2 á mótinu, en Gísli var einu höggi frá því að komast áfram og lék samtals á einu höggi yfir pari á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hvorn um kr. 150.000 til þátttöku í mótinu. Fyrsta myndin sýnir Rúnar og seinni Gísla.