HM kvenna í golfi Guðrún Brá og Signý í Mexíkó
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Signý Arnórsdóttir báðar úr Golfklúbbnum Keili kepptu á heimsmeistaramóti áhugakylfinga í Mexíkó dagana 14. – 17. september sl. Íslenska liðið endaði í 43. – 44. sæti á mótinu. Guðrún Brá náði bestum árangri í íslenska liðinu en hún lék samtals á 300 höggum + 12 og endaði í 48. sæti. Signý lék á 329 höggum + 41 og endaði í 138. sæti. Afreksmannasjóður ÍBH styrki hvora um kr. 150.000 til þátttöku í verkefninu. Fyrri myndin sýnir Guðrúnu Brá og seinni myndin Signý.