Finnur Bessi og Eyjólfur fá styrk vegna NM í hestaíþróttum

Finnur Bessi Svavarsson á Kristal frá Búlandi og Eyjólfur Þorsteinsson á Hlekki frá Þingsnesi báðir úr Hestamannafélaginu Sörla kepptu á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum í Biri í Noregi 8. – 14. ágúst sl. Finnur Bessi sigraði A flokkinn í gæðingakeppinni. Eyjólfur varð í 9. sæti í B úrslitum í fjórgangi og í tölti. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hvorn um kr. 150.000 til þátttöku í verkefninu. Fyrri myndin sýnir Finn Bessa og seinni Eyjólf.