HM í 10 dönsum Nicoló og Sara Rós í Austurríki

Nicoló Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir bæði úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í heimsmeistaramótinu í 10 dönsum í Vín í Austurríki 19. nóvember sl. Sara Rós og Nicoló urðu í 19. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þau til þátttöku í verkefninu um kr. 150.000 hvort. Myndin sýnir Nicoló og Söru Rós í keppni.