HM í 25m laug í sundi í Kanada
Hrafnhildur Lúthersdóttir, Aron Örn Stefánsson og Viktor Máni Vilbergsson öll úr Sundfélagi Hafnarfjarðar kepptu á heimsmeistaramótinu í sundi í 25m laug í Windsor í Kanada 6. – 11. desember sl. Hrafnhildur varð í 13. sæti í 50 m bringusundi (30,47 sek), 14. sæti í 100m bringusundi (1.05,56 mín) og í 11. sæti í 100m fjórsundi (1.00,31 mín) auk þess að synda í þremur boðsundsgreinum. Aron Örn varð í 55. sæti í 50m skriðsundi (22,87 sek) og í 61. sæti í 100m skriðsundi (49,65 sek) auk þess að keppa í fimm boðsundsgreinum. Viktor Máni varð í 53. sæti í 50m bringusundi (28,41 sek), 56. sæti í 100m bringusundi (1.01,63 mín), 32. sæti í 200m bringusundi (2.14,52 mín) og 44. sæti í 100m fjórsundi (56,79 sek) ásamt því að synda þrjú boðsund. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þau til þátttöku í mótinu um kr. 150.000 hvert. Myndirnar sýna Hrafnhildi, Aron Örn og Viktor Mána.