Handknattleikskonur í Haukum fá styrk vegna EM félagsliða
Meistaraflokkur kvenna í handknattleik hjá Knattspyrnufélaginu Haukum tók þátt í Áskorendakeppni Evrópu. Haukar kepptu við hollenska liðið Virto / Quintus dagana 4. og 5. febrúar sl. Báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum. Hollenska liðið vann fyrri leikinn með þriggja marka mun, 29:26. Haukar unnu seinni leikinn með tveggja marka mun 24:22. Sigur Hauka í seinni leiknum dugði því miður ekki til þess að komast áfram í keppninni. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti félagið um kr. 800.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin er af meistaraflokk kvenna hjá handknattleiksdeild Hauka.