Vígsla á nýrri lyftu í Ásvallalaug

Þriðjudaginn 21. febrúar sl. var ný lyfta vígð við keppnislaug Ásvallalaugar sem er ætluð fötluðum og öðrum sem geta ekki notað stiga, hoppað eða stungið sér í laugina. Sérstakur hjólastóll fylgir lyftunni sem gengur fyrir batteríum. Athöfn var haldin við vígsluna þar sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði Haraldur Líndal Haraldsson flutti ávarp, ásamt fleiri aðilum. Njörður fastagestur Ásvallalaugar vígði síðan lyftuna formlega fyrir hönd væntanlegra notenda. Myndirnar sem fylga voru teknar við vígsluna í Ásvallalaug.