Kosið í stjórn ÍBH og Hrafnkell endurkjörinn formaður á þingi ÍBH

50. þing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar fór fram laugardaginn 20. maí sl. í Álfafelli Íþróttahúsinu við Strandgötu. Á þinginu var kosin átta manna stjórn, en síðasta stjórn var fulltrúastjórn allra aðildarfélaga ÍBH. Eftirtaldir aðildar voru kosnir í stjórn ÍBH til tveggja ára, Ingvar Kristinsson Fimleikafélagið Björk, Magnús Gunnarsson Knattspyrnufélagið Haukar, Viðar Halldórsson Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Þórunn Ansnes Hestamannafélaginu Sörla, Sveinn Sigurbergsson Golfklúbbnum Keili, Hörður Þorsteinsson Badmintonfélagi Hafnarfjarðar, Ragnar Hilmarsson Siglingaklúbbnum Þyt og Jóhann Óskar Borgþórsson Brettafélagi Hafnarfjarðar. Varamenn til tveggja ára eru Karl Georg Klein Sundfélagi Hafnarfjarðar og Jelena Kospenda Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar. Hrafnkell Marinósson var endurkjörinn formaður ÍBH til næstu tveggja ára. Lagabreytingar voru samþykktar á þinginu, auk margra annara áhugaverðra mála sem verða birt í þinggerð þingsins. Gestir sem ávörpuðu þingið voru Gunnar Svavarsson frá Frjálsíþróttasambandi Íslands sem flutti kveðju frá sambandinu og veitti einstaklingum úr íþróttahreyfingunni í Hafnarfirði heiðursviðurkenningar frá sambandinu. Sigríður Jónsdóttir frá framkvæmdastjórn ÍSÍ flutti þinginu kveðju frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og greindi frá helstu verkefnum ÍSÍ og að lokum Rósa Guðbjartsdóttir forseti bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar sem flutti kveðju frá Hafnarfjarðarbæ og kom inn á helstu verkefni íþróttahreyfingarinnar og bæjarins. Að þingi loknu bauð bæjarstjórn Hafnarfjaðarbæjar til móttöku fyrir þingfulltrúa og gesti í Hafnarborg.