Nicolo og Sara Rós fá afreksstyrk vegna EM í latin dönsum
Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í EM í latin dönsum 15. apríl sl. í Cambrils á Spáni. 69 pör tóku þátt í keppninni, en tvö bestu pörin frá hverju landi fá keppnisrétt. Þau enduðu í 52. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrk að upphæð kr. 150.000 hvoru til þátttöku í mótinu. Myndin er af parinu í keppni.