Mariia og Sigurður Már fá afreksstyrk vegna EM í latin dönsum

 

Mariia Baikova og Sigurður Már Atlason Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í EM í latin dönsum í Cambrils á Spáni 15. apríl sl. Samtals tóku 69 pör þátt í mótinu og voru þau annað af tveimur íslenskum pörum sem voru meðal keppenda mótsins. Þau enduði í 57. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrk til þátttöku að upphæð kr. 150.000 hvoru. Myndin er af parinu í keppni.