Tinna fær afreksstyrk vegna EM í áhaldafimleikum
Tinna Óðinsdóttir Fimleikafélaginu Björk tók þátt í EM í áhaldafimleikum sem fór fram í borginni Cluj í Rúmeníu dagana 14. – 24. apríl sl. Keppendur voru frá 37 þjóðum á mótinu þar sem aðeins var keppt í einstaklingskeppni, 168 karlar og 106 konur voru keppendur á mótinu. Tinna endaði í 64. sæti í fjölþraut, 77. sæti á stökki, 66. sæti á tvíslá, 84. sæti á slá og 69. sæti á gólfi. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti verkefnið að upphæð kr. 150.000. Myndin sýnir Tinnu í keppni.