Afreksstyrkur veittur til Sigurðs Más og Mariiu vegna EM í standard dönsum

Sigurður Már Atlason og Mariia Baikova Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í EM í standard dönsum sem fór fram í borginni Olomouc í Tékklandi 19. maí sl. 60 pör tóku þátt í keppninni og enduðu þau í 47. sæti. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim styrk að upphæð kr. 150.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin er af parinu í keppni.