Afreksstyrkur veittur til Söru Rósar og Nicolo vegna EM í standard dönsum

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar kepptu á EM í standard dönsum sem haldið var í borginni Olomouc í Tékklandi 19. maí sl. 60 pör tóku þátt í mótinu og enduðu þau í 32. sæti. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim styrk til þátttöku í verkefninu að upphæð kr. 150.000 hvoru. Myndin sýnir parið í keppni.