Glæsilegur árangur íþróttamanna í hafnfirskum félögum á Smáþjóðaleikunum
Smáþjóðaleikarnir 2017 voru haldnir í San Marínó dagana 29. maí – 3. júní sl. 13 keppendur úr aðildarfélögum ÍBH tóku þátt í leikunum.
Fjórir keppendur voru í sundi frá Sundfélagi Hafnarfjarðar.
Hrafnhildur Lúthersdóttir vann sjö gullverðlaun í 100m bringusundi á tímanum 1:08,84 mín., í 200m bringusundi á tímanum 2:28,89 mín., í 400m fjórsundi á tímanum 4:55,05 mín., í 4x100m fjórsundi á tímanum 4:10,50 mín., í 200m fjórsundi á tímanum 2:17,82 mín., í 4x200m skriðsundi á tímanum 8:21,13 mín., og í 4x100m skriðsund á tímanum 3:49,24 mín.
Aron Örn Stefánsson varð í 6. sæti í 100m skriðsundi á tímanum 52,22 sek., í 4. sæti í 50 m skriðsundi á tímanum 23,68 sek., í 2. sæti í 4x100m fjórsundi á tímanum 3:48,01mín., og í 2. sæti í 4x100m skriðsundi á tímanum 3:23,78 mín. sem var nýtt Íslandsmet.
Hafþór Jón Sigurðsson varð í 7. sæti í 400m skriðsundi á tímanum 4:10,79 mín., og í 4. sæti í 1500m skriðsundi á tímanum 16:19,55 mín.
Viktor Máni Vilbergsson varð í 3. sæti í 200m fjórsundi á tímanum 2:14,31 mín., í 3. sæti í 200m bringusundi á tímanum 2:17,21 mín., í 2. sæti í 100m bringusundi á tímanum 1:03,73 mín., í 2. sæti í 4x100m fjórsundi á tímanum 3:48,01 mín., og í 5. sæti í 400m fjórsundi á tímanum 4:49,89 mín.
Sjö keppendur voru í frjálsíþróttum frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar.
Ari Bragi Kárason varð í 3. sæti í 100m hlaupi á tímanum 10,81 sek., í 3. sæti í 200m hlaupi á tímanum 21,78 sek., og í 1. sæti í 4x100m boðhlaupi á tímanum 40,45 sek. sem er nýtt Íslandsmet.
Kolbeinn Höður Gunnarsson varð í 1. sæti í 200m hlaupi á tímanum 21,20 sek., í 1. sæti í 4x100m boðhlaupi á tímanum 40,45 sek. sem er nýtt Íslandsmet, og í 4. sæti í 4x400m boðhlaupi á tímanum 3:17,19 sek.
Örn Davíðsson varð í 1. sæti í spjótkasti með 74,81m.
Kristinn Torfason varð í 2. sæti í langstökki með 7,42m.
Trausti Stefánsson varð í 3. sæti í riðlinum í 400m hlaup á tímanum 50,30 sek., og í 1. sæti í 4x100m boðhlaupi á tímanum 40,45 sek. sem er nýtt Íslandsmet.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð í 1. sæti í 400m grindahlaup á tímanum 59,14 sek., í 1. sæti í 4x100m boðhlaupi á tímanum 45,31 sek. sem er nýtt Íslandsmet, og í 1. sæti í 4x400m boðhlaupi á tímanum 3:47,64 mín.
María Rún Gunnlaugsdóttir varð í 2. sæti í hástökki með 1,71m, í 4. sæti í spjótkasti með 46,50m, í 2. sæti í langstökki með 5,53m, í 4. sæti í 100m grindahlaupi á tímanum 14,69 sek., og í 1. sæti í 4x400m boðhlaupi á tímanum 3:47,64 mín.
Einn keppandi var í körfuknattleik frá Knattspyrnufélaginu Haukum.
Helena Sverrisdóttir og varð íslenska liðið í 2. sæti á leikunum.
Einn keppandi var í borðtennis frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar.
Magnús Gauti Úlfarsson spilaði fimm leiki á leikunum og tapaði þeim öllum.