Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar 2017

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar 2017

Fer fram miðvikudaginn 27. desember kl. 18.00 í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

Dagskrá

  1. Setning
  2. Undirritun samnings
  3. Úthlutun styrkja til eflingar íþróttastarfs yngri en 18 ára
  4. Viðurkenningar til einstaklinga sem urðu Íslandsmeistarar 2017
  5. Viðurkenningar til þeirra sem urðu bikarmeistarar 2017 – fyrirliðar / fulltrúi liðs kallaður upp
  6. Viðurkenningar vegna Norðurlandameistara, Heimsmeistara og annara alþjóðlegra titla 2017
  7. Afhending ÍSÍ bikars
  8. Viðurkenning til „Íþróttaliðs ársins 2017“
  9. Afhending viðurkenningarstyrkja til íþróttafélaga sem hafa orðið Íslandsmeistarar eða bikarmeistarar í efsta flokki 2017
  10. Íþróttakona og Íþróttakarl Hafnarfjarðar 2017
  11. Veitingar í Álfafelli að lokinni athöfn

 

Vinsamlega komið upplýsingum um Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar áfram innan félagsins / deildarinnar.

Minna alla sem eiga að taka við viðurkenningum að mæta tímanlega í félagsgalla.

Formenn félaga sem hafa sótt um styrk til eflingar íþróttastarfs yngri en 18 ára þurfa að mæta og taka á móti styrknum.

Formenn félaga /deilda sem urðu Íslandsmeistarar eða bikarmeistarar í efsta flokki þurfa að mæta til að taka á móti styrknum.

Allir Hafnfirðingar og velunnarar íþrótta er velkomnir á hátíðina.

Gleðileg jól!