Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar 2017
Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar 2017
Fer fram miðvikudaginn 27. desember kl. 18.00 í Íþróttahúsinu við Strandgötu.
Dagskrá
- Setning
- Undirritun samnings
- Úthlutun styrkja til eflingar íþróttastarfs yngri en 18 ára
- Viðurkenningar til einstaklinga sem urðu Íslandsmeistarar 2017
- Viðurkenningar til þeirra sem urðu bikarmeistarar 2017 – fyrirliðar / fulltrúi liðs kallaður upp
- Viðurkenningar vegna Norðurlandameistara, Heimsmeistara og annara alþjóðlegra titla 2017
- Afhending ÍSÍ bikars
- Viðurkenning til „Íþróttaliðs ársins 2017“
- Afhending viðurkenningarstyrkja til íþróttafélaga sem hafa orðið Íslandsmeistarar eða bikarmeistarar í efsta flokki 2017
- Íþróttakona og Íþróttakarl Hafnarfjarðar 2017
- Veitingar í Álfafelli að lokinni athöfn
Vinsamlega komið upplýsingum um Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar áfram innan félagsins / deildarinnar.
Minna alla sem eiga að taka við viðurkenningum að mæta tímanlega í félagsgalla.
Formenn félaga sem hafa sótt um styrk til eflingar íþróttastarfs yngri en 18 ára þurfa að mæta og taka á móti styrknum.
Formenn félaga /deilda sem urðu Íslandsmeistarar eða bikarmeistarar í efsta flokki þurfa að mæta til að taka á móti styrknum.
Allir Hafnfirðingar og velunnarar íþrótta er velkomnir á hátíðina.
Gleðileg jól!