Afrekslið Hafnarfjarðar 2017
Afrekslið Hafnarfjarðar 2017 er meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Liðið komst í úrslitakeppni fjögurra liða í bikarkeppninni og í úrslitaleik á Íslandsmótinu þar sem liðið endaði í öðru sæti. Liðið tók einnig þátt í Evrópukeppni félagsliða og spilaði 3 umferðir sem gengu vel og voru æsispennandi. Liðið tapaði á útivallarreglu í 3 umferðinni og rétt missti af riðlakeppni Evrópukeppninnar. Efri myndin sýnir Ásgeir Jónsson formann handknattleiksdeildar FH taka á móti eignarbikar fyrir Afrekslið Hafnarfjarðar 2017 úr hendi Karólínu Helgu Símonardóttur formanni íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðarbæjar á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar miðvikudaginn 27. desember sl. Neðri myndin er af liðinu.