Undirritun samnings um eflingu íþróttastarfs yngri iðkenda í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og Rio Tinto á Íslandi hf undirrituðu miðvikudaginn 27. desember sl. á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar samning um eflingu íþróttastarfs yngri en 18 ára iðkenda íþróttafélaganna í Hafnarfirði og er þetta sjötti samningurinn sem þessir aðilar gera um eflingu íþróttastarfs yngri iðkenda í Hafnarfirði. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2017 og út árið 2019. Árið 2017 greiðir hvor aðili kr. 9.000.000 á ári. Árið 2018 hækkar framlagið í kr. 10.000.000 á ári frá hvorum aðila. Árið 2019 verða framlögin óbreytt. Samtals eru þetta kr. 58.000.000. Samninginn milli Hafnarfjarðarbæjar, ÍBH og Rio Tinto á Íslandi hf er hægt að lesa hér. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og Rio Tinto á Íslandi hf gera með sér samning um merkingar og er hægt að lesa hann hér. Myndin er frá undirritun nýs samnings, frá vinstri Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi hf og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH.