Breytingar á reglugerð Afreksmannasjóðs ÍBH frá 1. janúar 2018

Helstu breytingarnar eru þær að afreksstyrkir fullorðinna lækka úr kr. 150.000 í kr. 70.000 á verkefni og hver einstaklingur getur að hámarki sótt um þrjú verkefni á ári. Afreksstyrkir unglinga og ungmenna hækka úr kr. 60.000 á verkefni í kr. 70.000 á verkefni og hver einstaklingur getur að hámarki sótt um þrjú verkefni á ári. Afreksstyrkir EM félagsliða og allir ferðastyrkir verða óbreyttir. Líkamsræktarstyrkir fyrir unga og efnilega íþróttamenn verða lagðir af. Breytt reglugerð Afreksmannasjóðs ÍBH tók gildi frá og með 1. janúar 2018 og er hægt að sjá hana hér.