Samningur ÍSÍ og Air Iceland Connects (AIC)

Samningurinn gildir til 1. febrúar 2019.

Íþróttahópar munu bóka eins og áður í gegnum hópadeild AIC.

Breytingar eru á bókunum einstaklinga. Þær bókanir eru nú í höndum félaganna sjálfra í gegnum bókunarsíðu AIC. Til að virkja afslátt fyrir einstaklingsbókanir þarf að fá inneignarnúmer (kóða) á skrifstofu ÍSÍ. Hvert inneignarnúmer jafngildir 2.500 króna inneign. Einungis er hægt að nota eitt inneignarnúmer á fluglegg.

Íþróttafélög eru beðin um að kynna sér nýja samninginn vel og panta flugferðir tímanlega. Samninginn má lesa hér.