Nicolo og Sara Rós tóku þátt í EM í standard dönsum 2018

Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar kepptu á EM í standard dönsum 2018 sem fór fram 17. febrúar sl. í Kaupmannahöfn í Danmörku samhliða dansmótinu Copenhagen Open. Á mótinu dönsuðu þau 2 umferðir og enduðu í 37. sæti á mótinu, jöfn öðru pari. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þau um kr. 70.000 hvort til þátttöku í verkefninu. Myndin sýnir dansparið í keppni.