Leo keppti á HM unglinga í taekwondo

Leo Anthony Speight úr Fimleikafélaginu Björk keppti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti unglinga í taekwondo. Mótið fór fram í borginni Hammamet í Túnis 12. apríl sl. Fyrr á árinu varð Leo bæði Norðurlandameistari og Íslandsmeistari í -67 kg flokki unglinga. Þrátt fyrir að vera bæði Norðurlandameistari og Íslandsmeistari kom Leo inn í þetta verkefni frekar seint vegna meiðsla og var því þegar kominn keppandi frá Íslandi í hans þyngdarflokk. Aðeins einn keppandi er leyfður frá hverju landi í hverjum flokki. Leo ákvað því að fara upp um flokk og keppa í -73 kg flokki unglinga frekar en að reyna að létta sig niður í - 63 kg flokk. Leo keppti við sterkan andstæðing frá Danmörku og endaði fyrsta lota 0-0 . Í lotu tvö komst Daninn á skrið og náði 1-13 forystu. Leo komst svo af stað í seinustu lotunni og vann hana 9-1 . Endaði bardaginn því 14-10 fyrir Dananum . Leo barðist vel en var því miður aðeins of seinn í gang. Þar með lauk keppni Leo á þessu risamóti. Hann kemur heim reynslunni ríkari og getur undirbúið sig enn betur fyrir komandi keppnir. Afreksmannasjóður ÍBH veitti honum afreksstyrk til þátttöku í verkefninu að upphæð kr. 70.000. Myndin með fréttinni er af Leo í keppninni.