Javier og Ásdís Ósk kepptu á EM í latín dönsum

Javier Fernandez og Ásdís Ósk Finnsdóttir Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar kepptu á Evrópumeistaramóti í latín dönsum 12. maí sl. í Fönixhöllinni í borginni Debrecen í Ungverjalandi. Þau enduðu í 60. sæti af 63 pörum. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrk að upphæð kr. 70.000 hvoru til þátttöku í verkefninu. Myndin er af parinu á keppnisstað.