Sara Rós og Nicoló kepptu á EM í 10 dönsum og EM í latín dönsum
Sara Rós Jakobsdóttir og Nicoló Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar kepptu á Evrópumeistaramóti fullorðinna í 10 dönsum í borginni Brno í Tékklandi 10. mars 2018. Parið dansaði 6 umferðir á mótinu með 20 mínútna millibili og náði þeim glæsilega árangri að enda í 6. sæti á mótinu. Sigurvegarar mótsins voru þau Konstantin Gorodilov og Domenica Bergmannova frá Eistlandi.
Parið keppti síðan á Evrópumeistaramóti fullorðinna í latín dönsum 12. maí 2018. Mótið fór fram í borginni Debrecen í Ungverjalandi. Á mótinu urðu þau að dansa milliriðil eftir fyrstu umferðina og komust úr honum í 2 umferð og enduð í 41. sæti mótsins. Sigurvegarar urðu þau Armen Tsaturian og Svetlana Gudyino frá Rússlandi. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrk til þátttöku á mótunum sem var kr. 70.000 á hvort á verkefni.