Birgir á EM unglinga í borðtennis

Birgir Ívarsson borðtennismaður úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga í borðtennis 15. – 24. júlí sl. Mótið fór fram í borginni Cluj í Rúmeníu í Polyvalent íþróttahöllinni. Birgir keppti í liðakeppni, tvíliðakeppni og einstaklingskeppni. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin er af Birgi á keppnisstað.