Birgir Már á EM U-20 í handknattleik

Birgir Már Birgisson handknattleiksmaður FH tók þátt í Evrópumeistaramóti í flokki U20 í handknattleik dagana 18. – 30. júlí sl. í borginni Celje í Slóveníu. Birgir Már var einn af lykilmönnum liðsins. Liðinu gékk vel á mótinu og var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Liðið endaði í 7. sæti á mótinu og tryggði sér þátttökurétt á næsta HM sem verður haldið á Spáni 2019. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti Birgi Má til þátttöku á mótinu um kr. 70.000. Myndin með fréttinni er af Birgi Má.