FH tók þátt í tveimur umferðum í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu
Karlalið FH í knattspyrnu keppti 12. júlí sl. við finnska liðið Lahti á útivelli í 1. umferð Evrópudeildarinnar. FH vann leikinn með þremur mörkum gegn engu. Halldór Orri Björnsson gerði fyrsta mark FH á 4. mínútu leiksins. Annað mark FH skoraði Steven Lennon á 18. mínútu og þriðja markið gerði Robbie Crawford í uppbótartímanum. Seinni leikur liðanna var 19. júlí sl. í Kaplakrika. Endaði sá leikur með markalausu jafntefli. Í 2. umferð mætti FH liðnu Hapoel Haifa á Sammi Ofer Stadium í ísraelsku hafnarborginni Haifa 26. júlí sl. og endaði leikurinn ytra með jafntefli eitt eitt. Eddi Gomes skoraði mark FH á 52. mínútu. Seinni leikur liðana var í Kaplakrika 2. ágúst sl. Í honum sigruðu gestirnir með einu marki gegn engu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti liðið til þátttöku í verkefninu að upphæð kr. 1.600.000. Myndirnar með fréttinni eru af byrjunarliðinu fyrir leiki.