Anton Sveinn á EM í sundi

Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi dagana 3. – 8. ágúst sl. í Glasgow. Anton Sveinn keppti í 100m bringusundi. Í undanrásum synti hann á tímanum 1.00.90 mínútum og í undanúrslitum synti hann á tímanum 1.00.45 mínútum og endaði í 13. sæti á nýju Íslandsmeti. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin með fréttinni er af Antoni Sveini.