Orri, Darri og Andri á EM U-20 í handknattleik
Handknattleiksmennirnir úr Haukum þeir Orri Þorkelsson, Darri Aronsson og Andri Scheving tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í flokki U-20 í handknattleik sem var haldið dagana 18. – 30. júlí 2018 í borginni Celje í Slóveníu. Liðið stóð sig mjög vel og náði 7. sæti á mótinu, þrátt fyrir að lykilmenn liðsins vantaði. Liðið var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit mótsins. Með þessum árangri tryggði liðið sér þátttökurétt á HM U-21 á næsta ári. Þeir Andri, Darri og Orri voru allir í stóru hlutverki a mótinu og stóðu sig vel. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hver þeirra um kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin sýnir Andra, Orra og Darra á EM í Slóveníu.