Berta og Ástríður á HM U-20 í handknattleik

Handknattleikskonurnar Berta Rut Harðardóttir og Ástríður Glódís Gísladóttir tóku þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik í flokki U-20 dagana 30. júní – 14. júlí 2018 í borginni Debrecan í Ungverjalandi. Liðinu gékk vel og endaði það í 10. sæti sem er besti árangur sem íslenskt kvennalandslið hefur náð í lokakeppni. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þær um kr. 70.000 hvora til þátttöku á mótinu. Myndin er af liðinu, Ástríður er í efri röð þriðja frá vinstri (í utanyfirgalla) og Berta er í efri röð fjórða frá vinstri (númer 18).