Róbert Ísak með tvö silfur á EM í sundi fatlaðra

Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði og Sundfélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi fatlaðra dagana 13. – 18. ágúst 2018 í Dublin á Írlandi. Róbert Ísak keppti í þremur greinum á mótinu og keppti í fötlunarflokki S 14. Í 100m bringusundi synti hann á tímanum 1.11.31 mín. og endaði í 7. sæti. Í 100m flugsundi synti hann á tímanum 59.61 sek., setti Íslandsmet og vann til silfurverðlauna. Í 200m fjórsundi synti hann á tímanum 2.14.16 mín., setti Íslandsmet og vann til annara silfurverðlauna á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann til þátttöku á mótinu um kr. 70.000. Myndin er af Róberti Ísak í keppni.