Sandra ráðin verkefnastjóri hjá ÍBH
Sandra Stojkovic Hinic var ráðin sem verkefnastjóri á skrifstofu Íþróttabandalags Hafnarfjarðar 15. ágúst sl. Sandra er með meistaragráðu í stjórnun félagasamtaka frá Faculty of tourism and hospitaliy management í Opatija í Króatíu. Hún ólst upp í Rijeka í Króatíu. Sandra hefur á ferli sínum sem íþróttamaður ferðast mikið og starfaði á Íslandi árin 2006-2008. Hún er með 10 ára reynslu í stjórnun íþróttasamtaka. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar býður hana velkomna til starfa. Myndin með fréttinni er af Hrafnkatli Marinóssyni formanni ÍBH og Söndru.