Breki á EM unglinga í áhaldafimleikum

Breki Snorrason fimleikamaður Fimleikafélaginu Björk tók þátt í Evrópumeistaramóti í áhaldafimleikum í unglingaflokki (junior) 6. – 12. ágúst sl. í Glasgow í Skotlandi. Íslenska liðið hafnaði í 28. sæti á mótinu. Breki keppti á fjórum áhöldum af sex og náði hæstu einkunn íslensku strákanna í hringjum. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin er af Breka í keppni á mótinu.