Einar Örn á EM U-18 í handknattleik

Einar Örn Sindrason handknattleiksmaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramóti U-18 í handknattleik dagana 8. – 20. ágúst sl. Að þessu sinni fór mótið fram í Króatíu. Liðinu gékk vel á mótinu, komst yfir hverja hindrunina á fætur annari. Liðið sigraði m.a. gríðarlega sterk lið Þýskalands og Króatíu sem tryggði íslenska liðinu sæti í úrslitaleiknum. Í úrslitaleiknum mætti Ísland Svíþjóð og tapaði leiknum 27 – 32. Íslenska liðið vann til silfurverðlauna á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti honum styrk til þátttöku í mótinu að upphæð kr. 70.000. Einar Örn er hægra megin á myndinni sem fylgir fréttinni.