Vigdís, Emilía og Guðrún á EM unglinga í áhaldafimleikum
Fimleikastúlkurnar Vigdís Pálmadóttir, Emilía Björt Sigurjónsdóttir og Guðrún Edda Min Harðardóttir úr Fimleikafélaginu Björk tóku þátt á Evrópumeistaramóti í unglingaflokki í áhaldafimleikum 2. – 5. ágúst sl. í Glasgow í Skotlandi. Stúlkurnar voru allar að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti og stóðu sig vel. Liðið endaði í 22. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim styrk til þátttöku á mótinu sem var kr. 70.000 á hverja stúlku, samtals kr. 210.000. Myndirnar eru af stúlkunum í keppni á mótinu, Emilía í gólfæfingum, Guðrún á tvíslá og Vigdís á jafnvægisslá.