Margrét, Sigríður og Lilja á EM kvenna í áhaldafimleikum

Fimleikakonurnar Margrét Lea Kristinsdóttir, Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir og Lilja Björk Ólafsdóttir úr Fimleikafélaginu Björk tóku þátt í Evrópumeistaramóti kvenna í áhaldafimleikum dagana 2. – 5. ágúst síðastliðinn í Glasgow í Skotlandi. Fimm konur skipuðu kvennaliðið, keppt var á fjórum áhöldum í kvennaflokki á mótinu og þurftu þrjár frá hverju liði að keppa á hverju áhaldi. Lilja Björk varð fyrir því óláni að meiðast og geta þar af leiðandi ekki keppt. Mótið var fyrsta stórmót í fullorðinsflokki hjá Margréti Leu og keppti hún í gólfæfingum og á jafnvægisslá. Sigríður Hrönn keppti á öllum áhöldunum fjórum, í gólfæfingum, á jafnvægisslá, á tvíslá og í stökki. Íslenska liðið endaði í 22. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þær um kr. 70.000 hverja til þátttöku í mótinu, samtals kr. 210.000. Myndirnar með fréttinni eru af Sigríði Hrönn í gólfæfingum, Margréti Leu á jafnvægisslá og af liðinu.