Gísli á þrjú stórmót í sumar
Gísli Sveinbergsson kylfingur Golfklúbbnum Keili tók þátt í Evrópumóti einstaklinga í golfi í karlaflokki 28. júní – 1. júlí 2018 á Royal Hague Golf and Country Club í Holland. Alls voru leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum og komust 60 efstu í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdegi. Gísli komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann bætti leik sinn jafnt og þétt eftir fyrsta hringinn sem reyndist honum dýrkeyptur.
Annað stórmót Gísla var Evrópumót landsliða í golfi 8. – 14. júlí 2018 á Golf Club Bad Saarow vellinum rétt fyrir utan Berlín í Þýskalandi. Íslenska liðið keppti við Tékka um 11. – 12. sætið. Ísland vann 3/2 og varð í 11. sæti á mótinu.
Þriðja stórmót Gísla var Heimsmeistaramót áhugamanna í golfi 2. – 7. september 2018 á Írlandi, mótið var nefnt Eisenhower Trophy mótið. Ísland endaði í 35. sæti á mótinu. Gísli endaði mótið á samtals 292 höggum eða einu höggi yfir pari og varð í 96. sæti.
Afreksmannasjóður ÍBH veitti honum afreksstyrk að upphæð kr. 70.000 á hvert verkefni, samtals kr. 210.000. Myndin er af Gísla í keppni.